Rafal sérhæfir sig í þjónustu við rafiðnaðinn og mun vélin notast við hverskonar verkefni sem upp á koma hjá fyrirtækinu.

Vélin er 2,4 tonn að þyngd og er vel útbúin til komandi verkefna og afhendist m.a. með 300 mm breið gúmmíbelti, 21 hö vél, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3x skóflum svo eitthvað sé nefnt.

Heiðar Baldursson frá Rafal ehf kom til okkar á Dalveginn og veitti nýju vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Rafal ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina! Megi þeim ganga allt í haginn.