Hillulyftarinn er vel útbúinn með lyftigetu uppá 2700kg, þrefalt mastur og getur keyrt í fjórar áttir.
360° stýring með einstaklega gott útsýni gegnum yfirgrind og mastur. Fingurstýrð stjórntæki fyrir alla virkni lyftarans.

Á mynd má sjá Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum afhenda þeim Þóri Sigurgeirssyni, Marteini Amby Lárssyni og Kristjáni Úlfarssyni nýja tækið.

Kraftvélar óska Tengi til hamingu með nýja hillulyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.