Í síðustu viku fékk Óskatak ehf afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu. Vélin er svo sannarlega glæsileg og er hvergi til sparað við hönnun hennar til að mæta þörfum eigenda.

Vélin er ca 17 tonn að þyngd og afhendist m.a. 148 hö vél sem er með rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir sem halda því ávallt við kjörhita, tvöfalda bómu með flotvirkni, sjálfvirkt smurkerfi, “joystick” stýri, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi sem hefur 6 vinnustillingar, tönn að aftan með vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, loftkælingu í húsi, tvöfalda hjólbarða, Komvision 300°myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir henni KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu líka og svo lengi mætti telja.
Að auki afhendist vélin með R5 rótotilt frá Rototilt AB og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Í tilefni dagsins komu fjórir ættliðir til okkar í beinan karllegg til að taka á móti vélinni. En það er þeir Ólafur Oddson, Óskar Ólafsson, Adam Óskarsson og sá yngsti Patrick Árni Adamson sem tóku á móti vélinni hjá Viktori Ævarssyni, framkvæmdastjóra söludeildar (t.v.).

Í framhaldi að því er gaman að nefna það að þeir feðgar hafa verið dyggir Komatsu eigendur í fjöldamörg ár. Ólafur Oddsson fékk m.a. afhenta eina af fyrstu Komatsu PC210-5 sem afhentar voru árið 1991 af P. Samúelssyni. Þær vélar komu frá Japan á sínum tíma og þóttu alveg stórkostlega áreiðanlegar og öflugar rétt eins og Komatsu er enn þann dag í dag. Af því tilefni fékk Ólafur senda þakkartilkynningu frá forseta Komatsu í Evrópu sem við látum fylgja með til gamans.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Óskataks innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast afskaplega vel!