Vélin er 75 hestafla og er mjög vel útbúinn. M.a. er öflug 103 ltr vökvadæla, með 30 km ökuhraða, 100% driflás á báðum öxlum og dempun á skotbómunni. Á bómunni er 4 vökvaúttök og 2 úttök að aftan ásamt dráttarkrók. Rafmagnstenglar eru á báðum stöðum. Aðbúnaður ökumanns er allur fyrsta flokks. Vélin er afhent með fjölda fylgitækja þar á meðal fjölnota skóflu 4 in1, göfflum, snjóplóg og sóp með hliðarkústi. Einnig er hægt að setja sand/saldreifara aftan á vélin. Þessi vél er því sniðin að fjölbreyttri vinnu hjá sveitarfélögum.

Á myndinni er Baldur Friðbjörnsson sem tók á móti vélinni fyrir hönd Reykjanesbæjar. Innilega til hamingju með þennan glæsilega grip og við vitum að hann mun reynast ykkur vel.