Á föstudaginn síðastliðinn fékk Vélamiðstöðin afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu. Vélin er sniðin að þörfum Vélamiðstöðvarinnar og mun notast á starfsstöðvum þeirra hér á Reykjavíkursvæðinu.
Hún er vel útbúin eins og sjá má og afhendist m.a. með einfaldri bómu með flotvirkni, tönn að framan, tvöföldum Bandenmarkt hjólbörðum, sjálfvirku smurkerfi, loftkælingu, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, upphituðum AdBlue lögnum sem halda því ávallt við kjörhita svo það kristallist ekki, stóran notendaskjá á íslensku, Komvision 300°myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakki Komatsu fylgir að sjálfsögðu og S60 hraðtengi frá Rototilt AB svo eitthvað sé nefnt.

Davíð Bragi Gígja frá Vélamiðstöðinni kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla. Við hjá Kraftvélum þökkum kærlega fyrir okkur og óskum Vélamiðstöðinni innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast afskaplega vel!