Vélin er með 180/205 hestafla vél og stiglausri skiptingu, 50 km/klst gírkassa, fjaðrandi framhásingu, eins stjórnstöng stýrir gírskiptingu, lyftum og vökvaventlum.

Stjórnbúnaður fyrir lyftu, aflúttak og vökvaventil eru einnig úti á brettum.
Stór snertiskjár með ISOBUS viðmóti.
160 ltr/min vökvadæla, 4 rafstýrðir vökvaventlar að aftan og 2 vökvaventlar að framan sem stýrðir eru með joystick ásamt framlyftu og aflúttaki.

Allur aðbúnaður ökumanns er fyrsta flokks, fjaðrandi hús, loftfjaðrandi ökumannssæti og loftkæling.
Og ekki vantar lýsinguna þar sem tækið er með 14x LED vinnuljós allan hringinn.

Við óskum Ingileifi Jónssyni innilega til hamingju með vélina.