Um er að ræða Iveco Daily 5.0t Single Cab pallbíl, sem er vel útbúinn með öflugri 180 hestafla dísilvél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF.
Að auki er bílinn útbúinn Fassi Micro M10.A12 1.0tnm krana.

Viking mun nota bílinn fyrir þjónustu á björgunarbátum um borð í skipum og því mikilvægt að geta verið með krana til að létta undir með mönnum.

Það var hann Stefán (t.h.) sem tók á móti bílnum fyrir hönd Viking björgunarbúnaðar frá Ívari Sigþórssyni (t.v.), sölustjóra Iveco.
Við óskum fyrirtækinu til hamingju með nýja bílinn og óskum þeim velfarnaðar.