Vélin er með 33 hestafla mótor og lyftigetu upp á 1360 kg. í beinni stöðu.
Vélin er með Weidemann festingum fyrir fylgitækin, 13 km/klst aksturshraða og á flotmiklum dekkjum. Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk. Vélinni fylgja skófla og greip, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins og á öllum Weidemann vélum.

Við óskum Ástvaldi til hamingju með nýju vélina og þökkum fyrir viðskiptin.