Eins og hefur ekki farið framhjá mörgum þá er Bauma 2019 hafin og við ætluðum að vera duglegir að setja inn myndir og myndbönd frá sýningunni.
Það gekk ekki upp í gær þar sem aðsókn íslendinga á Komatsu básinn var með ólíkindum, þvílíkt magn af íslendingum sem eru á sýningunni!
Hrikalega gaman að hitta svona marga, en vegna þessara skemmtilegu aðsóknar gafst okkur ekki tími til að taka myndbönd.

Látum fylgja með nokkrar myndir frá Komatsu básnum rétt fyrir lokun í gær en á þriðjudag og miðvikudag munum við heimsækja fleiri bása með okkar vörumerkjum og deila með ykkur fleiri myndum.