Gröfuþjónustan fékk afhentan 7 tonna Iveco Daily pallbíl með 180 hestafla vél, 3500kg burðargetu, 6 gíra beinskiptum gírkassa með aflúttaki fyrir vökvadælu sem er mikill kostur þar sem á bílnum er pallur með sturtubúnaði sem sturtar á 3 vegu og er mjög hentugt í þá vinnu sem Gröfuþjónustan er að sinna.

Gröfuþjónustan ehf er stofnað af þeim Walter Lesley og eiginkonu hans, Esteru Guðmundsdóttur, en þau eru bæði á myndinni að veita bílnum viðtöku.

Gröfuþjónustan ehf er 35 ára gamalt fyrirtæki og eins og nafnið gefur til kynna sinna þau hverskonar jarðvegsvinnu, snjómokstri, söltun ásamt þjónustu við Reykjanesbæ og nærliggjandi sveitarfélög auk þess sem þau eru með dælubíla til stiflulosunar og brunnaþjónustu. Hjá fyrirtækinu vinna meðal annars dóttir þeirra hjóna og tengdasonur auk nokkura annara starfsmanna.

Kraftvélar ehf óska fjölskyldunni til hamingju með nýja bílinn og vona að hann muni reynast þeim vel í framtíðinni.