Jarðval sf var að fá afhenda þrjá Iveco Trakker AT410T50 8×4 grjótflutningsbíla.

Um er að ræða vel útbúna og öfluga bíla með 500 hestafla Cursor 13 vélum og 16 gíra ZF sjálfskiptingu og retarder.

Bílarnir eru með kojuhúsi með geymsluhólfum beggja vegna á ökumannshúsi.

Þeir eru útbúnir öllum hugsanlegum þægindum, útvarpi með snertiskjá, ísskáp, olíumiðstöð ofl.

Krómgrind á þaki með vinnuvitum, kösturum og lúðrum.

 

Grjótpallurinn er frá Cantoni og er úr hardox 450 stáli með neftjakk fremst á palli.

Pallur er samlitur bílunum og er með öflugum brettum yfir afturhjólum og ryðfríum verkfærakassa og festingu fyrir varadekk.

Yfirbreiðsla á palli er með rafmagnsfærslu, pallurinn er upphitaður og með víbrara.

 

Jarðval var stofnað 2011, eigendur eru Árni Geir Eyþórsson og eiginkona hans Erla Guðmundsdóttir.

Jarðval er jarðvinnuverktaki sem hefur komið víða við og fyrirtækið hefur stækkað og dafnað síðastliðinn ár.

Næg verkefni eru framundan og hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns.

Það var Árni Geir Eyþórsson sem tók við bílunum úr hendi Ívar Sigþórssonar.

Við óskum þeim hjónum og starfsfólki Jarðvals innilega til hamingju með nýjan og glæsilegan bílaflota og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.