Um er að ræða mjög vel útbúna og öfluga bíla með 570 hestafla Cursor 13 vélum togkraftur er 2500 Nm frá 1000 sn/min og 16 gíra ZF Hi-Tronix sjálfskiptingu sem er með skriðgír og 3 bakkgíra auk sjálfvirkrar stillingar ef þarf að losa bíl úr festu ( rocking mode) einnig er öflugur retarder/intarder og mótorbremsa. Bílarnir eru með niðurgírun í hjólum á drifhásingum, læsingum á milli hásinga og hjóla, diskabremsum á öllum hjólum og blaðfjöðrum.
Bílarnir eru allir með breiðu kojuhúsi ( AS Active space ) með sléttu gólfi og mjúkri loftpúðadempun, upphækkun er á þaki til að hægt sé að standa ínn í húsinu, 2 geymsluhólf eru beggja vegna utan á ökumannshúsi sem eru opnuð með rofa innan úr húsi en eru aðgengileg að inna líka. Lúxus koja er í bílunum, ísskápur, kæliskápur og vinnuborð ofl ofl. Leðurstýri og allur sami munaður og er í Stralis dráttarbílunum frá Iveco svo sem bogadregnu mælaborði með 7“ snertiskjá, einn bílanna er auk þess með leðuráklæði á sætum og snúningssæti fyrir farþegann. Ökumannssætin er með ótal hæðar, setu og bak stillimöguleikum auk hita og kælibúnaðs í baki og setu. Eigin þungi þessara bíla er 15,7 tonn, heildarþungi 36 t, Vagnlest er 60 tonn.

Upphitaður grjótpallurinn er frá Istrail í Noregi, botninn er 10mm og hliðar 8 mm hardox 450 stáli, neftjakkur er fremst á palli. Tjakkar eru bæði á vör og loku fyrir víðari opnun auk stillingar fyrir mis mikla opnun við tippun á efni. Riðfrír geymslukassi og hilla fyrir annan búnað er á grind bílsins, Allur besti öryggisbúnaður er í bílunum auk akreinaskynjarana, sjálfvirkra neyðarhemlunar og „ Adaptive Cruse control“ með fjarlægðarstjórnun í næsta bíl.
Öflugir dráttarkrókar frá Vbg eru á bílunum með sjálfvirkri læsingu.

X-Way bílarnir eru ný hönnun hjá Iveco þar sem það besta frá Trakker grjótflutningabílunum og Stralis on-road bílunum er sameinuð í einn bíl með ótal útfærslu möguleikum í boði. Hægt er að fá bílana bæði í on-road og on-road+ auk off road uppsetningum allt eftir notkunarþörf. Nú er einnig hægt að fá í fyrsta skiptið fleiri hásingar og vökvadrifið framdrif eða hefðbundið í gegnum millikassa. Fleiri útfærslur af aflúttökum er í boði og allar gerðir ökumannshúsa. Í dag ætti að vera hægt að skraddarasauma bíla fyrir al flestar þarfir og notkun.

IJ Landstak er í eigu Ingileifs Jónssonar sem er með áratuga reynslu í verktakavinnu, fyrstu verkefni þessara nýju bíla er að keyra efni í borplön við Hellisheiðarvirkjun þar sem krafist er sérstakrar vottunar um að bílarnir séu mengunarfrír til að fá vinnu inná vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

Kraftvélar óska Ingíleifi Jónssyni og starfsmönnum hans til hamingju með nýju bílana með von um þeir megi reynast þeim vel í um ókomin ár.

Á meðfylgjandi myndum er Ingileifur og starfsmaður hans að veita bílunum viðtöku.