Afhending Komatsu GD675-6 veghefill!

Núna um páskana fékk Hefilverk ehf afhentan nýjan Komatsu GD675-6 veghefil. Hefillinn er svo sannarlega glæsilegur og vel útbúin í alla staði með öllum helstu þægindum sem í boði eru. Hann er ca 19,5 tonn að þyngd og afhendist m.a. með 221 hp vél, 14 feta tönn, ýtublaði að framan, Ripper með 5 tönnum, sjálfvirku smurkerfi, Webasto olíufýringu, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakki Komatsu fylgir að sjálfsögðu með líka og svo lengi mætti telja. Að auki afhendist hann með Trimble GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Feðgarnir Hilmar Guðmundsson, Ívan Örn Hilmarsson og sonur Ívans, Ívan Atli Ívansson komu og veittu heflinum viðtöku hjá sölumönnum okkar. Hefilverk er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í vegheflun og er rekið af þeim heiðurshjónum Elínu og Hilmari og Ivani syni þeirra. Þess er gaman að geta að Hefilverk fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og við það tækifæri ákváðu þau að gefa sér nýjan Komatsu veghefil í afmælisgjöf. Hefilverk hefur nánast frá stofnun fyrirtækisins átt Komatsu veghefla í sínum röðum. En fyrsti nýi veghefilinn sem þau hjónin keyptu var einmitt Komatsu veghefill sem þau fengu afhentan 1991.

Við hjá Kraftvélum þökkum Hefilverk fyrir gott og náið samstarf í tæp 30 ára núna og hlökkum til næstu 30 ára með þeim. Okkur þykir það einstaklega ánægjulegt að geta tekið þátt í þessum tímamótum með þeim með afhendingu á nýjum Komatsu GD675-6 veghefli. Við óskum þeim Elínu, Hilmari og Ivani innilega til hamingju afmælið og með nýja Komatsu veghefilinn að sjálfsögðu líka. Megi þeim farnast afskaplega vel