Vélin er með 4 strokka „Common Rail“ 117 hp. mótor, vökvavendigír og 16×16 gírkassa með sjálfskiptimöguleika 40 km/h. Vökvadælur eru 2, 84 ltr/mín aðaldæla með 4 vökvaventlum (8 vökvaúttök) með flotstöðu og stillanlegur vökvaflæði og 43 ltr/mín. þjónustudæla. 3 hraðar eru á aflúttaki, vökvaútskjótandlegur dráttarkrókur, fjaðrandi hús með loftkælingu, 8 LED vinnuljós ásamt 2 blikkljósum á ökumannshúsi. Vélin er með New Holland 740 TL ámoksturstækjum og 240 cm. skóflu og er innbyggð stjórnstöng tengd 2 miðjuventlum, en einnig eru takkar til að stjórna gírskiptingunni í stjórnstönginni. Vel útbúin vél sem mun örugglega skila sína fyrir Böðvar og fjölskyldu við bústörfin. Myndin er tekin þegar Böðvar veitti vélinni viðtöku á Akureyri fyrir stuttu. Við hjá Kraftvélum óskum Böðvari og fjölskyldu til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.