Vélin er strax komin til vinnu á norðurlandinu þar sem eigendur hafa fjöldamörg verkefni fyrir svona fjölhæfa vél. Vélin er um 5,4 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. Hún afhendist m.a. með “roadliner” belti, lengri gerð af bómuarmi, loftkælingu, framhallanlegt hús, KOMTRAX 3G kerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, “Auto idle shutdown” eiginleika og svo mætti lengi telja. Að auki afhendist hún með R2 rótotilt með klemmu frá Rototilt AB og 3x skóflur einnig frá Rototilt AB.
 
Ámundi Rúnar Sveinsson einn af eigendum Víðimelsbræðra tók á móti vélinni hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla í tilefni dagsins. Kraftvélar óska þeim Rúnari, Feyki, Sveini, Jóni og öðru starfsfólki Víðimelsbræðra ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!