Fyrir valinu varð New Holland T5.120 EC.
Vélin er með 4 strokka „Common Rail“ 117 hp. mótor, vökvavendigír og 16×16 gírkassa með sjálfskiptimöguleika 40 km/h.
Vökvadælur eru 2 talsins og eru annarsvegar 84 ltr/mín aðaldæla með 4 vökvaventlum (8 vökvaúttök) með flotstöðu og stillanlegur vökvaflæði og 43 ltr/mín þjónustudæla.
3 hraðar eru á aflúttaki, vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur, fjaðrandi hús með loftkælingu, 8 LED vinnuljós ásamt 2 blikkljósum á ökumannshúsi.
Vélin er með New Holland 740 TL ámoksturstækjum og 210 cm. skóflu og er innbyggð stjórnstöng tengd 2 miðjuventlum, einnig eru takkar til að stjórna gírskiptingunni í stjórnstönginni.

Á milli vélanna standa frá hægri Jóel Þorbjörnsson, Þorbjörn Jóelsson og svo Helgi Fannar Þorbjörnsson. Forverinn í hlaðinu eins og sjá má var New Holland TL100A, sú vél fór ekki langt frá bæ en hún þurfti ekki auglýsinga við til að seljast því að eftirspurnin eftir New Holland TL vélum er mikil.
Við hjá Kraftvélum óskum vinum okkar á Harrastöðum til hamingju með kaupin og þökkum fyrir ánægjuleg viðskipti.