Vélin er um 2,4 tonn að þyngd og bætist í hinn mikla minvélaflota Komatsu véla á Íslandi. En Komatsu vélarnar hafa verið einar allra vinsælustu minivélar á Íslandi undanfarin ár. Enda fyrst og fremst þekktar fyrir mikinn áreiðanlega, lága eldsneytiseyðslu, hátt endursöluverð og að vera frábærar vinnuvélar.

Vélin er vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. á gúmmíbeltum, lengri gerð á bómuarmi, aukalagnir á bómu, framhallanlegt ökumannshús fyrir framúrskarandi aðgengi að véla og vökvabúnaði, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3 skóflum svo eitthvað sé nefnt.

Gísli Þór Briem eigandi AG Briem ehf kom og veitti vélinni vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla í tilefni dagsins. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki AG Briem ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina! Megi þeim farnast vel.