Bíllinn er með heildarþunga 7,2 tonn, 180 hestafla vél sem togar 430 Nm og 8 gíra sjálfskiptingu sem framleidd er af ZF í Þýskalandi, og loftpúðafjöðrun á afturhásingu auk 100 % læsanlegu drifi.
Bíllinn er mjög vel útbúinn af staðalbúnaði auk þess er sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Webasto olíumiðstöð, skjár í mælaborði, bakkmyndavél, festing ofan á mælaborð fyrir spjaldtölvu og eða GSM síma með tengingum fyrir usb ofl.

Flutningskassinn er smíðaður hjá Vögnum og Þjónustu ehf og er 5 metra langur og vörulyftan er með 1500 kg lyftigetu og lokar lyftublaðið fyrir alla opnunina á kassanum. Auka bakk og vinnuljós eru sett á bílana og öflugra rafkerfi með 210 amperstunda rafall og 2 rafgeymum. Burðargeta er ca. 3500kg.

Icetransport var stofnað árið 1998 og hóf starfsemi sína árið 2000. Upphafleg starfsemi fyrirtækisins var eingöngu tengd FedEx hraðsendingum en árið 2007 tók fyrirtækið núverandi nafn og starfar sem alhliða flutningsmiðlun. Nýlega tók fyrirtækið yfir alla þjónustu við TNT á Íslandi sem hefur aukið umsvif fyrir tækisins umtalsvert.
Á seinasta ári fékk Icetransport afhentan nýjan Stralis dráttarbíl og er þetta bíll nr. 2 á stuttum tíma sem þeir fá afhentan frá Kraftvélum

Kraftvélar ehf óska Icetransport ehf, eigendum og starfsfólki til hamingju með nýja Iveco bílinn með von um að hann megi reynast þeim vel um ókomin ár.