Bíllinn er með 210 hestafla vél sem togar 470Nm og í bílnum er 8 gíra ZF sjálfskipting sem er fáanleg í alla Daily bíla upp í 7,2 tonn. Bíllinn eru sérútbúinn fyrir HSSR með 4×4 drifbúnaði frá Achleitner í Austurríki og þá er sjálfstæður millikassi í bílnum með sídrifi sem er læsanlegt og hægt er að velja um hátt og lágt drif , auk þess eru bæði fram og afturdrifið 100% læsanlegt.
Arctictrucks sáu síðan um að setja 35“ dekk, sílsakanta auk brettakanta og öfluga ljósagrind að framan á bílinn en ekki var farið í að hækka bílinn umfram það sem er frá framleiðandanum.
Amg Aukaraf ehf sá um alla rafmagnsvinnu og setti m.a. auka vinnuljós og fjarstýrt leitarljós á þakið, vinnuljós var sett á allar hliðar bílsins, gul og blá blikk aðvörunarljós var einnig sett á bílinn, annar búnaður er: Loftdæla, kastaragrind spiltengi, lesljós, led inniljós, Rauter, hleðslutengingar fyrir talstöðvar og tetra stöðvar, inverter,, olíumiðstöð með tímastillingu, sérsmíðaður stjórnkassi á milli sæta fyrir fartölvu talstöðvar, höfuðrofi, spilrofa, 220 volta tengi, usb ofl ofl
Bílaklæðningar Ragnars Valssonar sá um að setja tvöfalt gler og klæðningar í farþegarýmið, ál brautir í gólf með hraðtengingum fyrir 4 sætaraðir þar sem hægt er með litlu erfiði að stilla alla stóla eftir þörfum, sér sæti fyrir 8 farþega auk ökumanns, næturlýsing og usb tengingar við öll sæti. Borð og geymslukassar verða smíðaðar sem festast í brautir á gólfi.

Kraftvélar ehf óska Hjálparsveit skáta Reykjavík til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann megi reynast þeim vél um ókomin ár
Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu bílsins og á 1 myndinni er Haukur Harðarson fulltrúi HSSR að taka á móti bílnum.