Þeir segja að lík­lega sé um að ræða stærstu véla­sýn­ingu sem hald­in hef­ur verið á Íslandi.

Hér er um að ræða vinnu­véla­sýn­ingu Kraft­véla sem hald­in verður í dag á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins að Dal­vegi 6-8 í Kópa­vogi.

Sýn­ing­in  mun standa yfir á milli 17 og 20. Á henni gef­ur að líta vél­ar og tæki frá 800 kíló­um  upp í 73 tonn.

„Í 27 ára sögu Kraft­véla höf­um við aldrei haldið jafn stóra vinnu­véla­sýn­ingu og get­um auðveld­lega full­yrt að þetta sé stærsta vinnu­véla­sýn­ing á Íslandi í rúm­lega ára­tug og jafn­vel frá upp­hafi,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Á sýn­ing­unni verða rúm­lega 40 tæki, allt frá 900kg smágröf­um fyr­ir sum­ar­bú­staðaeig­end­ur til 73 tonna jarðýtu fyr­ir námu­vinnslu á Íslandi – og allt þar á milli.

Á sýn­ing­unni verður lif­andi tónlist, Ham­borg­ara­búll­an sér um grillið og veður­spá­in lof­ar góðu.

„Við í Kraft­vél­um ákváðum að blása til þess­ar­ar stór­sýn­ing­ar vegna þess hversu mikið verk­efn­astaða jarðvinnu­verk­taka á Íslandi hef­ur batnað á und­an­förn­um árum og mun von­andi halda áfram að batna með aukn­um verk­efn­um frá hinu op­in­bera,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni fyrr­nefndu.

https://www.mbl.is/bill/frettir/2019/06/14/staersta_vinnuvelasyning_fra_upphafi