Vélin er 107 hp., með 24×24 gírkassa, 3 hraða í aflúttaki og 64 lítra vökvadælu með 3 sneiðum, ásamt 37 lítra sér service vökvdælu. Vélin er með Alö X46 ámoksturstækjum.

Á myndinni eru þeir feðgar, Þórður og Úlfar á hlaðinu á Syðri Brekkum þar sem vélin var afhent. Við hjá Kraftvélum óskum þeim innilega til hamingju með nýju vélina sem er nú þriðja New Holland vélin sem þeir eignast. Megi þeim farnast afskaplega vel!