Vélin er öll hin glæsilegasta og vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með Engcon EC219 rótotilt, sjálfvirkt smurkerfi, joystick stýri, tvöfalda bómu, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir sem halda því ávallt við kjörhita, tönn að aftan, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og milljóna kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu fylgir henni að sjálfsögðu líka.

Nýja PW148-11 hjólagrafan bætist í mikinn Komatsu tækjaflota Steypustöðvarinnar sem nú samanstendur af 16 Komatsu vélum hvorki meira né minna! En Steypustöð Skagafjarðar og Kraftvélar hafa átt mikið og gott samstarf frá upphafi sem við metum afskaplega mikið og við vonumst til að svo verði um komandi framtíð. Kraftvélar óska eigendum og öðru starfsfólki Steypustöðvar Skagafjarðar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!