Fjölskyldan á Síðumúlaveggjum festi sér svo kaup á vélinni skömmu eftir að hún lenti í höndunum á okkur og var farið af stað í standsetningu á henni. Núna í vikunni var hún svo tekin í notkun og verður að segjast að hún kemur stórkostlega út. Hún gerir rúllur sem eru 122×125 og þjappar mög vel, vélin er hljóðlát og fylgir túninu einstaklega vel.

Búnaðurinn í henni er eftirfarandi:
Baggahólf 122 x 125 cm
Vökvalyft sópvinda 230 cm
Dekk eru 560/45R22,5
Sópvindudekk eru á beygjuramma sem hægt er að festa. Dekkin fylgja því í beygju.
Sjálfvirkt smurkerfi fyrir keðjur og fóðringar
20 Hardox hnífar
Söxunnarbreidd er 52mm með alla hnífa inni.
Skipti rekki er á hnífabúnaði A-B-C ( 10stk – 20stk – 10stk )
Net/Plast búnaður til að binda rúllu fyrir pökkun, vökvarótor sér um að fæða net/plast í baggahólf
Magasín er fyrir 3stk net/plast rúllur
Geymslupláss er fyrir 10stk plastrúllur (+2 á örmum)
Satalite pökkunar armar að aftan fyrir 750mm plast.
Tölvubox til stjórnunnar inn í vél AFS700 snertiskjár
Skjár fyrir myndavél á pökkunar borði
Vélinni er stjórnað af load sensing lögnum frá dráttarvél
Fallhleri á innmötun og útsláttur á sópvindu (Rotor declutch)
Aflþörf er 134hö

Á myndinni má sjá Guðjón á síðumúlaveggjum taka við 10kr pening úr höndum Sigurjóns tæknimanns á verkstæði Kraftvéla, það er alltaf til siðs að afhenda lykil með nýjum vélum, í þessu tilfelli dugar 10kr peningur til að opna hlífarnar á vélinni og þótti Sigurjóni það við hæfi að gefa þeim 10kr afslátt af vélinni í formi lykils af vélinni. Við hlið Guðjóns er svo Jónas Guðjónsson en Jónas var settur á dráttarvélina til að rúlla og var hann fljótur að tileinka sér tæknina við þetta.

Við hjá Kraftvélum óskum fjölskyldunni á Síðumúlaveggjum til hamingju með vélina og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.