Urðir ehf., Sandfellshaga 1, 671 Kópaskeri, sem bræðurnir Sigþór og Rúnar Þórarinssynir eiga og reka, fengu afhentan New Holland T6.175 DC. Vélin er 155/175 hp. og eins og áður sagði með nýja Dynamic Command 24×24 gírkassanaum, þar sem eru þrjú 8 gíra þrep, A, B og C, og hægt að hafa vélina sjálfskipta í gegnum B og C þrep, framfjöðrun og 50 km/h. Fjaðrandi hús með 12 LED vinnuljósum, SideWinder II sætis arminn með stórum snertiskjá og rafmagns joystick fyrir ámoksturstækin og með frambúnaði og aflúttaki. 113 l. loadsensing vökvadæla, með 5 rafstýrðum vökvasneiðum, vökvayfirtengi og útskjótanlegum krók. Alö Q5s ámoksturstæki, með vökvalæsingu fyrir fylgitæki.

Á einni myndinni er Sigþór er hann veitt vélinni viðtöku hjá Kraftvélum á Akureyri. Vel útbúin og öflug vél og við hjá Kraftvélum óskum þeim bræðrum til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.