Vélin bætist í mikinn Komatsu minivélaflota á Íslandi enda eru Komatsu vélarnar þekktar fyrir einstaklega mikin áreiðanleika og að vera gríðarlega öflugar mokstursvélar að sama skapi.

Vélin er sérsniðin að þörfum eiganda til mismunandi verka um land allt og er vel útbúin í alla staði. Hún vigtar um 3,3 tonn og afhendist m.a. með Engcon EC204 rótotilt, 4x skóflum, gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús, “Auto idle shutdown” eiginleika, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og svo mætti lengi telja.

Heiðar Baldursson frá Rafal tók á móti vélinni hjá sölumönnum okkar. Kraftvélar þakka Rafal ehf kærlega fyrir viðskiptin og óska þeim til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!