Þetta er nú ekki fyrsta sýningin sem við tökum þátt í enda höfum við verið stoltur umboðsaðili Toyota lyftara í fjölda ára.

Hérna meðfylgjandi er skemmtileg mynd frá Sjávarútvegssýningunni árið 1993 þar sem við vorum að kynna nýja kynslóð af Toyota rafmagnslyfturum.

Á sýningunni í ár munum við halda áfram að kynna nýjungar frá Toyota og verðum með fjölbreytt úrval tækja til sýnis á bás B22.