Fjarðarmót er áratuga gamalt byggingarfyrirtæki sem er með starfsemi sína í Hafnarfirði og er meðal annars að byggja glæsileg fjölbýlishús í Vogunum.

Fyrir valinu var vel útbúinn og öflugur Iveco Daily pallbíll sem er 5.200kg í heildarþyngd með rúmlega 4.0.m öflugum palli með fellanlegum skjólborðum.
Hann er með 3.0l 180 hestafla vél og 8 gíra Hi-Matic sjálfskiptingu frá ZF.
Hann er vel útbúinn með fjaðrandi stól, webasto olíumiðstöð, vinnuborði, símastandi o.m.fl.

Það var hann Óttar frá Fjarðarmót sem tók á móti nýja Daily bílnum úr hendi Ívars Sigþórssonar sölustjóra Iveco.
Við óskum Fjarðarmótum innilega til hamingju með nýjan Iveco Daily.