Í snjónum í vetur fékk Premium of Iceland afhendan nýjan Iveco Daily pallbíl frá Kraftvélaleigunni

Fyrir valinu var vel útbúinn og öflugur Iveco Daily pallbíll sem er 5.200kg í heildarþyngd og með 2.650kg í burðargetu.
Hann er með 3.0L 180 hestafla vél og 8 gíra Hi-Matic sjálfskiptingu frá ZF.
Hann er vel útbúinn með fjaðrandi stól, Webasto olíumiðstöð, vinnuborði, símastandi o.m.fl.
Bílinn er einnig með 3.500.kg dráttargetu og því er samanlögð flutningsgeta bílsins 6.150kg.

Það sem hentar Premium of Iceland vel, sem og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum, er breiddin á pallinum en hann er nógu breiður til þess að geta tekið tvö kör hlið við hlið, og því er hægt að flytja mun fleiri kör á þessum Iveco Daily heldur en öðrum sambærilegum pallbílum.

Kraftvélaleigan sérhæfir sig í leigu á tækjum og atvinnubílum til lengri og skemmri tíma allt eftir þörfum hvers og eins.
Þannig geta fyrirtæki á einfaldan hátt fengið öfluga atvinnubíla leigða í 1-5 ár allt eftir hvaða þarfir fyrirtæki hafa.
Að leigutíma loknum er geta leigutakar valið um að kaupa bílinn, skila bílnum eða fá nýjan bíl leigðan.

Premium of Iceland er með starfsemi sína á Suðurnesjum og sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða sjávarfangi.