Þar sem öku­menn vöru­flutn­inga­bíla þurfa að sitja klukku­stund­um sam­an við stýrið get­ur það reynst þeim erfitt að halda lík­am­an­um í góðri þjálf­un.

Vöru­bíla­fram­leiðand­inn Iveco álít­ur þetta vanda­mál sem verði að leysa og býður upp á lausn sem bílsmiður­inn kall­ar „Klefi í formi“.

Á ut­an­verðum bíln­um með þjálf­un­ar­búnaðinum eru sér­stak­ir krók­ar og fest­ing­ar fyr­ir hin ýmsu tæki og inni í stjórn­klef­an­um er að finna sér­leg­an búnað til alls kon­ar æf­inga, aðallega með köðlum og lyft­inga­tækj­um. Seg­ir Iveco að sam­spil þess­ara tækja bjóði upp á rækt­un og þjálf­un alls lík­am­ans.

https://www.mbl.is/…/frettir/2019/07/17/okumenn_iveco_i_fa…/