Eins og bændur hafa eflaust allir tekið eftir þá hefur Weidemann T4512 skotbóman komið sem ferskur blær á sjónarsvið landbúnaðartækja og heldur betur stimplað sig inn sem nauðsynlegur þjónn.

Frá árinu 2015 höfum við flutt inn og selt 50 stykki af þessum snilldar skotbómulyftara!

Weidemann T4512 númer 50 var afhentur í ágúst mánuði til Vinnuvéla Reynis B. Ingvasonar ehf á Brekku í Húsavík.

Vélin er einstaklega vel útbúin með loftpúðasæti, stærri vökvadælu og bakfæðislögn ásamt 4 vökvasviði að framan, þar sem Reynir fékk sér sláttuvél með safnara til að slá og snyrta í kringum ferðaþjónustuna sem hann rekur einnig í Brekku. Sláttuvélin er vökvaknúin og með 160 cm. vinnslubreidd. Einnig fylgdu skófla og lyftaragafflar.

Það er Reynir sem stendur við vélina á myndinni sem var tekin þegar vélin var afhent heima í Brekku.
Við hjá Kraftvélum óskum Reyni og hans fólki til hamingju með vélina og þökkum fyrir viðskiptin.

Á þessum tímamótum minnum við einnig á myndbandið sem við bjuggum til um þetta frábæra tæki: https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0