Svanur Hallbjörnsson sem er maður okkar allra á Austurlandi fagnar fimmta tuginum 24. ágúst næstkomandi.
Svanur á og rekur verkstæðið VSV sem er staðsett á Finnsstöðum á héraði. Svanur er eins og flestir vita laginn með skrallið og einstakur áhugamaður um vélar. Kraftvélar ætla að fagna árunum fimmtíu með honum og sláum við saman í vélasýningu og veislu.

Kraftvélar mæta með vagnhlass af vélum og ýmislegt annað sem viðskiptavinum okkar og Svans ætti að þykja gaman að skoða. Deginum skiptum við í tvennt en við byrjum á slaginu kl. 11:00 og verðum til kl. 17:00, þá er ætlunin að gera sér góðan dag í að skoða ný og gömul tæki með pylsu og kaffibolla í hönd, en eins og flestir vita þá er nóg til af glæsilegum tækjum á Finnsstöðum sem hafa fengið nýtt líf eftir að hafa leikið í höndunum á forntækjadeild VSV.

Eftir að við höfum troðið í okkur vænum skammti af pylsum og orðin vel víruð af kaffidrykkju er ætlunin að skella í lás svo að sölumennirnir að sunnan geti lagt sig og farið í sturtu, á meðan þeir gera tekur Svanur fram leynigest úr frystinum og endurraðar á svæðinu því að tekið verður aftur úr lás kl. 20:00 til að halda upp á afmælið hans Svans eins og honum og hans fólki er einu lagið. Við munum svo fara að segja skilið við fagnaðarlætin og léttu kvöld veigarnar þegar nýr dagur lemur á dyrnar um miðnættið. Svani og Hjördísi ásamt okkur í Kraftvèlum hlökkum til að sjá vini, ættingja, nágranna, viðskiptavini og alla aðra sem sjá sér fært að mæta laugardaginn 24.ágúst næsta í stiglausum afmælisgír!

Til gaman er hægt að rifja upp viðtal við Svan sem N4 tók við kappann en það má finna hér. https://www.youtube.com/watch?v=19Vehol1loU&t=