Nýlega fékk Óskatak ehf afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Vélin er önnur hjólagrafan sem þeir feðgar Óskar og Adam fá afhenta hjá okkur á árinu og jafnframt þriðja nýja Komatsu vélin í ár að meðtalinni Komatsu PC290LC-11 vélinni.

Hjólagrafan er virkilega útbúin í alla staði og vigtar um 15 tonn. Hún afhendist m.a. með tvöfölda bómu, 2,5 m bómuarm, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, sjálfvirkt smurkerfi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, tönn að aftan, vagntengi og allar lagnir fyrir sturtuvagn á tönn, “Joystick” stýri, “premium” sæti með hita og kæli eiginleika, loftkælingu, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.

Að auki afhendist vélin með Engcon EC219 rótotilt, S60 hraðtengi einnig frá Engcon sem staðsett er fyrir ofan rótotilt og hið framúrskarandi Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Vélina afhentum við þeim feðgum formlega á Míni-Báma vinnuvélasýningu Kraftvéla sem haldin var með pompi og pragt fyrr í sumar. Þar veittu þeir vélinni viðtöku hjá Ævari Þorsteinnssyni forstjóra Kraftvéla og Masatoshi Morishita forstjóra Komatsu í Evrópu sem heiðraði okkur með nærveru sinni á sýningunni.
Á myndinni frá vinstri: Morishita, Adam, Óskar og Ævar.

Kraftvélar óska Óskari, Adam og öðru starfsfólki Óskataks ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu hjólagröfuna og við þökkum jafnframt kærlega fyrir viðskiptin. Megi þeim farnast afskaplega vel.