Er þetta lyftari með 3 tonna lyftigetu og lyftir í 4300mm hæð. Lyftarinn er mjög vel útbúinn með talsvert að aukabúnaði. Þar má helst nefna, snúning á göfflum, mikið af auka ljósum, t.d. ljós á mastri og árekstrarvörn. Öll aðstaða ökumanns er til fyrirmyndar í Toyota lyfturum, þægilegt og fjölstillanlegt sæti fyrir ökumann, armpúði með fingurstýrðum stjórntækjum, útvarp með góðum hátölurum, A4 blaðahaldari á stillanlegum armi og margt fleira.

Til fróðleiks má nefna það að Toyota Material Handling er einn af fáum lyftaraframleiðendum sem framleiðir sínar eigin díselvélar. Það að vera með eigin mótora í lyfturunum gerir alla þjónustu mun þægilegri og skilvirkari til lengri tíma litið. Eins og öllum er kunnugt þá eru reglur varðandi díselmótora alltaf að herðast meira og meira og Toyota eru þar fremstir í flokki með þróun í þá átt að menga minna.

Við hjá Kraftvélum óskum Ísfélagi Þorlákshafnar til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar