Á stórsýningunni okkar Míní-Báma í júní mánuði var mikið um dýrðir og afhendingar. Ein afhendingin var þegar Kraftvélaleigan tók á móti nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfunni sinni og afhenti hana áfram til Bes ehf sem hefur tekið vélina á langtímaleigu.
Vélin er ca 17 tonn að þyngd og er öll hin glæsilegsta og útbúin öllum helstu eiginleikum sem í boði eru frá Komatsu. Meðal annars má nefna tvöfalda bómu, tvöföld dekk, sjálfvirkt smurkerfi, „joystick“ stýri, Komvision 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, vagntengi fyrir sturtuvagn á tönn, KOMATSUCARE viðhalds- og þjónustuáætlun Komatsu og svo lengi mætti telja. Að auki afhendist vélin með Engcon rótotilti og Junkkari J10D sturtuvagni sem var sérstaklega pantaður í Komatsu litnum.

Á myndinni má sjá Björn Sigmarsson (t.h.) taka við vélinni fyrir hönd Bes ehf frá Viktori Karl Ævarssyni, framkvæmdastjóra Kraftvélaleigunnar.
Hjólagrafan mun nýtast Birni í gífurlega mörg og fjölbreytt verkefni. Með langtímaleigunni fylgir kaupréttur þar sem hluti af leiguverði gengur upp í kaup vélarinnar, með þeim valmöguleika geta viðskiptavinir Kraftvélaleigunnar ákveðið að kaupa leigutækið hvenær sem er á leigutímanum, sé samið um kauprétt í upphafi leigu.

Kraftvélaleigan óskar Bes ehf til hamingju með nýju hjólagröfuna!