Vélin er virkilega glæsileg í alla staði og er um 48 tonn að þyngd. Hún afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi fyrir 100 og 110 mm pinna, Miller MB600 3,03 skóflu, 362 hö aflvél, 3,4 metra “Heavy duty” bómuarmi, aukalögnum á armi, 700 mm spyrnum, sjálfvirku smurkerfi, upphituðum AdBlue lögnum sem halda því ávallt við kjörhita, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.

Vélin bætist nú í mikinn og góðan Komatsu flota hjá Ingileifi. En Ingileifur Jónsson hefur verið mikill og góður viðskiptavinur Kraftvéla í gegnum árin og við erum honum og fyrirtæki hans eilíflega þakklát fyrir það og vonumst til að svo verði áfram um komandi framtíð.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Ingileifs Jónssonar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu PC490LC-11 vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!