Vélin er strax komin til starfa og þar var Heimir Guðmundsson starfsmaður Vélaleigu Auberts á fullu að moka og jafna. Vélin vigtar um 3,8 tonn og er vandlega útbúin og sniðin að þörfum eigenda m.a. með 300 mm breið “Roadliner” belti, lengri gerð af bómuarmi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, vandað og vel einangrað hús sem hægt er að halla fram, KOMTRAX 3G kerfi og R2 rótotilt frá Rototilt AB og 3x skóflur einnig frá Rototilt AB. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Vélaleigu Auberts Högnasonar innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!