Vélin vigtar um 19,5 tonn og er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með 3,8 m3 ýtublaði, Multi shank ripper, 860 mm heavy duty spyrnum, grjótvörnum á undirvagni, sjálfvirku smurkerfi, 169 hö vél, Hydrostatic skiptingu, bakkmyndavél, loftkælingu, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka. Að auki afhendist vélin með Trimble EarthWork kerfi frá Ísmar ehf.

Þeir Helgi Sigurðsson og Ólafur Óskarsson frá VBF Mjölni tóku vel á móti Halldór Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla þar sem hann afhenti þeim vélina á verkstað þeirra við Krýsuvíkurveg.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki VBF Mjölnis innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!