Um er að ræða vel útbúinn 7 manna bíl með 156 hestafla vél og ríkulegum staðalbúnaði.

Hafnareyri er með starfsemi sína að Hafnargötu í Vestmannaeyjum og er þar með fjölbreytta starfsemi og reka meðal annars frystigeymslu, verkstæði fyrir tré- og járnsmíði ámsat vélarviðgerðum, löndunar og ísþjónustu og saltfiskgeymslu. En Hafnareyri er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Það var hann Trausti Hjaltason framkvæmdastjóri sem tók við bílnum.
Við óskum Hafnareyri til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann reynist þeim vel.