Nýlega fékk Þróttur ehf á Akranesi afhenta nýja Komatsu WA480-8 hjólaskóflu. Vélin vigtar um 27 tonn með 20 tonna “Tipping load” og er virkilega vandað eintak með öllum mögulegum eiginleikum sem í boði eru frá framleiðanda. Hún afhendist m.a. með 5,0 m3 skóflu, RDS Alpha 100 vigt, 300 hö Komatsu aflvél, 4-ja hraða Powershift skiptingu, bæði joystick stýri og venjulegt stýri, 38 km/h hámarkshraða, sjálfvirku smurkerfi, Bridgestone 26.5 R25 L4 hjólbörðum, Heavy duty hásingum með tregðulæsingu, nýju litamælaborði með bakkmyndavél, “Return to dig” og “Kick out” eiginleikum á gálga, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu fylgir henni að sjálfsögðu líka.

Við skelltum okkur í heimsókn upp í Stórufellsöxl námusvæði Þróttar ehf þar sem Þorsteinn Helgason vélamaður tók vel á móti okkur við það tilefni.

Kraftvéla óska Helga Þorsteinssyni og fjölskyldu sem og öðru starfsfólki Þróttar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur. Megi þau lengi lifa!