Bílinn er með 160 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Flutningsrýmið er klætt með vatnsheldum krossvið í gólf og hliðum og að auki er toppklæðning og öflug Led lýsing.
Hann er einnig með dráttarbeisli með 3.5 tonna dráttargetu.

Það voru þeir Rúnar Eiríksson og Víðir Guðmundsson sem tóku við bílnum úr hendi Jakobs Más Baldurssonar sölustjóra Kraftvélaleigunnar.
En Kraftvélaleigan býður upp á leigu á öllum gerðum af Iveco atvinnubílum til lengri og skemmri tíma.

Fiskflök ehf sérhæfa sig í verktöku í fiskiðnaði og eru staðsettir á Skálareykjavegi í Garði.

Við þökkum þeim fyrir viðskiptin og óskum þeim velfarnaðar.