Bílinn er með 3,0l 210 hestafla vél með Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu og er hlaðinn aukabúnaði.

Flutningsrýmið er ekki af verri endanum en hann er með 18m3 fullklæddu flutningsrými sem er 4.7m langt og 2.1m á hæð.

Pétur fæddur og uppalinn í Keflavík þar sem hann býr hefur starfað við akstur í mörg ár.

Hann lítur björtum augum til framtíðar og hefur sérhæft sig í sendibílaakstri á Suðurnesjum bæði fyrir fyrirtæki og einkaaðila.

Það var létt yfir Pétri þegar hann tók við nýja bílnum og hann var fullur tilhlökkunar að drífa sig í fyrsta túrinn.

Við óskum Pétri hjá PP flutningum innilega til hamingju með þennan glæsilega Iveco Daily.