Nýlega fékk Jón Ingi Hinriksson ehf á Mývatni afhenta nýja Komatsu HB215LC-2 Hybrid beltagröfu.
Vélin er eins og fram kemur í nafninu með Hybrid búnað sem er einstakur búnaður frá Komatsu þar sem rafmagnsdrifinn snúningsmótor endurnýjar orku á meðan efri hlutar vélar eru á hreyfingu og umbreytir því í rafmagnsorku. Sem svo aftur aðstoðar vélina þegar hún þarf að auka snúning. Hybrid vélar frá Komastu eru með um 20-25% minni eldsneytiseyðslu en sambærilega vélar. Vélin vigtar um 23.000 kg og afhendist m.a. með Engcon EC226 rótotilt með klemmu, 700 mm breiðar spyrnur, rúlluvarnir á undirvagni, sjálfvirkt smurkerfi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, 2,4 m bómuarmi, KOMVISION myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, 5 ára eða 10.000 vst fulla ábyrgð á Hybrid búnaði og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustu áætlun Komatsu að sjálfsögðu líka.

Þessi Komatsu HB215LC-2 Hybrid bætist nú í mikinn og góðan Komatsu flota hjá Jóni Inga Hinrikssyni sem hefur átt framúrskarandi gott samstarf við okkur í gegnum árin sem við erum afskaplega þakklát fyrir og vonumst til að svo verði um alla komandi framtíð. Vélin er einnig önnur Hybrid vélin sem Jón Ingi fær afhenta frá okkur, en fyrir á hann Komatsu HB365LC-2. Kraftvélar óska þeim heiðurshjónum Hrafnhildi og Jóni Inga og öðru starfsfólki innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!