Nýlega fékk Háfell ehf afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu.

Vélin er öll hin glæsilegasta og afhendist með öllum mögulegum eiginleikum sem í boði eru m.a. með 148 hö Komatsu aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, tönn að aftan, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn á tönn, tvöfalda bómu með flotvirkni, 2,5 m bómuarm, sjálfvirkt smurkerfi, “Premium” sæti með hita og kæli eiginleika, Joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Vélin afhendist að auki með Junkkari J-10D sturtuvagni með 10 tonna burðargetu, sérstyrktum palli með Hardox, tandem hásingu og vökvaopnanlegri vör, Engcon EC219 rótotilti með klemmu og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar.

Daníel Gunnarsson verkefnastjóri hjá Háfelli ehf. kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla í tilefni dagsins. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Háfells innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast vel!