Á sólríkum haustdegi fengu Þ.S Verktakar ehf afhenta nýja Komatsu PC240LC-11 beltagröfu.
Vélin bætist í mikinn og góðan Komatsu flota hjá Þ.S Verktökum. En Þröstur Stefánsson og fyrirtæki hans hafa verið dyggir Komatsu eigendur í gegnum tíðina.
Vélin vigtar um 25.600 kg og er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með 189 hö Komatsu aflvél, rafmagnsupphituðum AdBlue lögnum, 900 mm triple grouser spyrnur, rúlluvarnir á undirvagni, 3 metra bómuarmi, sjálfvirku smurkerfi, loftkælingu, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónstuáætlun Komatsu svo eitthvað sé nefnt. Að auki afhendist vélin með Engcon EC233 rótotilt, PP950 jarðvegsþjöppu frá Engcon og Trimble GPS kerfi frá Ísmar.
Kraftvélar óska þeim Þresti, Guðnýju og öðru starfsfólki innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og þökkum jafnframt kærlega fyrir okkur. Megi þeim ganga allt í haginn!