Þann 16. september lögðum við af stað á ferð okkar um landið með Iveco og Weidemann tækjasýningu. Á leið okkar um landið heimsóttum við 36 staði og fengum frábærar viðtökur. Hringferðin endaði svo með sýningu í húsakynnum okkar í Kópavogi þar sem við sýndum fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar og vonumst til þess að ykkur hafi þótt sýningin jafn skemmtileg og okkur fannst hún.
Takk fyrir okkur!