Ekki að furða að erfiðlega gangi að festa þá kappa á filmu þar sem þeir hafa verið að fullu við að gangsetja nýtt fjós síðustu mánuði. T5.120 er afbragðsvél sem að kemur vel út af þeirra sögn, hún er vel útbúin og öll verk liggja auðveldlega fyrir henni.

Við óskum fjölskyldunum í Lambhaga til hamingju með vélina, þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin og tökum hatt okkar ofan fyrir dugnaðinum í þessum fyrirmyndarbændum.