Bílinn er með öflugri 3.0l 180 hestafla vél með Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF.

Það sem gerir þennan bíl frábrugðin öðrum bílum í þessum stærðarflokki er að hann er 7.2t í heildarþyngd og er því með 3.4t burðargetu sem er mjög mikil burðargeta miðað við stærð bílsins.
Fyrir vikið er bílinn einkar öflugur og hagkvæmur í rekstri.
Einnig er hann með 1.5t vörulyftu sem venjulega ekki í boði nema í stærri bílum.
En þar sem Iveco Daily er byggður á heilli grind er hægt að útbúa hann með 1.5t vörulyftu.
En vörukassinn og lyftan er frá Vögnum og þjónustu ehf.

Bílinn er útbúinn frá verksmiðju með loftpúðafjöðrun að aftan og er með ríkulegum búnaði.
Meðal annars Webasto olíumiðstöð, fjaðrandi ökumannssæti með hita, o.mfl.
Það var hann Baldvin hjá BMB-verk sem tók við bílnum og við óskum BMB-verki innilega til hamingju með þenann glæsilega bíl.