Þetta er fyrsta 6cyl Maxxum vélin með stiglausa skiptingu sem við afhendum hér á Íslandi og verður að segjast að þetta er virkilega spennandi vél. Ari Páll er mjög ánægður með vélina og telur sig hafa valið rétt, þar erum við auðvitað alveg sammála Ara Pál. CaseIH Maxxum 150CVX er minnsta vélin á markaðnum með 6cyl og stiglausa skiptingu í skrokkstærð, hún er því lipur og í senn mjög öflug í alla þá vinnu sem hægt er að finna við íslenskar aðstæður. Vélin er með 133 lítra „Load sensing“ vökvadælu og útbúin að auki með öllu því helsta til að auðvelda álagið á ökumanni, má þar nefna dæmi eins og skotkrók, fjaðrandi hús og framhásingu, fjaðrandi ökumanns sæti, 14stk LED vinnuljós og svo lengi mætti telja. Ari fékk sér að auki myndavélar á vélina að framan og aftan sem eru bein tengdar við AFS700 snertiskjáinn í vélinni, þessi vél kemur því einstaklega vel út í nákvæmnisvinnu með tækjagálga.

Við þökkum Ara Páli fyrir viðskiptin og óskum honum til hamingju með vélina.