Abbey 4000RT haugsugan er með 15 m. Vogelsang slöngu niðursetningar búnaði, sem er vökvastýrður, og samkvæmt rannsóknum á slíkur búnaður að skila allt að 30% sparnaði á tilbúnum áburði, sem er umtalsvert hjá stóru búi eins og Kúskerpi er. Haugsugan er með 8“ sjálfyllibúnaði, og það má geta að hún er 3 mínútur og 40 sekúndur að fylla sig, 4000 gallon eða 18,000 lítrar, eftir nákvæmri mælingu hjá Sigurði Einarssyni á Kúskerpi, sem var að nota tankinn þegar okkur bar að garði. Haugsugunni fylgdi bæði 8“ og 6“ 20 feta haugsugubarkar, en einnig er hægt að nota 6“ áfyllingastúta þegar þess er þörf. Vacumdælan er 13,500 ltr og að sjálfsögðu er fjaðrandi beisli. Einnig er sjóngler að framan til að fylgjast með áfyllingunni, og sugan er á 2 tandem stýri hásingum með 710/50Rx26,5 dekkjum og LED ljósabúnaði. Suguna er einnig hægt að nota með hefðbundnum dreifistút.

Á Kúskerpi er nýlegt tveggja róbóta fjós, en fjölskyldan á Kúskerpi er einnig í ýmiskonar verktöku. Við óskum þeim innilega til hamingju með nýju Abbey haugsuguna og þökkum viðskiptin.