Bílinn sem um ræðir er með 3.0l 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Hann er vel útbúinn með fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita, vinnuborði, símastandi og framúrskarandi umhverfi fyrir ökumann.
Iveco Daily eru útbúnir með Webasto olíumiðstöð með tímastilli svo að hægt sé að koma að bílnum heitum á köldum vetrarmorgnum.
Þeir eru einnig með vönduðu útvarpi með Bluetooth tengingum fyrir síma og tónlist, gott geymslurými er undir farþegasætum og því nýtist farþegarýmið mjög vel.

Það var hann Eiður Ólafsson sem fékk bílinn afhendan úr hendi Ívars Sigþórssonar.
Við óskum Eiði innilega til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann reynist honum vel.